Stuttar fréttir úr skólalífinu

2006-07

21.maí
Frábćr árangur í úrslitum Skólaţríţrautar

Stelpurnar sem komust áfram í úrslitin í Skólaţríţrautinni kepptu sunnudaginn 20.maí í frjálsíţróttahöllinni í Laugardag. Jeanne í 6.S. komst ţví miđur ekki ađ keppa og var leiđinlegt ađ sjá hana ekki keppa til úrslita. Ţeim  hinum 4 gekk mjög vel miđađ viđ ađ hafa aldrei áđur keppt í frjálsum íţróttum. Stressiđ gerđi ţeim svolítinn grikk og ţćr áttu mikiđ inni. Hćgt er ađ sjá heildarúrslitin á netinu, fariđ á slóđina fri.is og inní mótaforrit. Ţar eru öll úrslit frá ţessu móti.  Ţađ vantađi ennţá inní stigin úr kúluvarpinu á sunnudeginum en vonandi komiđ inn núna.
Andrea varđ 4 í sínum flokki. Kristín og Hulda voru međal 8 efstu.
Allir ţeir sem voru í efstu 3 sćtunum í öllum flokkum eru eđa hafa veriđ ađ ćfa frjálsar. Ţćr eiga ţví framtíđina fyrir sér í frjálsum.

Ég hvet alla sem hafa áhuga ađ koma ćfa frjálsar í sumar. Viđ munum byrja međ frjálsar í sumar og munu nánari upplýsingar um ćfingarnar koma á nćstunni til allra nemenda í skólanum.

14.maí
Kennarar Fossvogsskóla kynna sér uppbyggingarstefnuna í skólanum

Nokkrir kennarar Fossvogsskóla komu, föstudaginn 11. maí síđastliđinn í heimsókn í skólann.  Megintilgangurinn međ heimsókninni var ađ kynna sér nánar uppbyggingarstefnuna sem skólinn hefur veriđ ađ innleiđa á undaförnum árum.  Ţeir heimsóttu nokkra bekki, fengu innsýn inn í kennsluhćtti á öllum aldursstigum og sáu međ eigin augum hvernig uppbyggingarstefnan vćri samofin öllu inntaki skólastarfsins.  Myndir frá heimsókninni má sjá á myndasíđu skólans.

14.maí
Nemendur 10. bekkja í starfskynningu

Ađ samrćmdu prófunum loknum nýttu nemendur 10. bekkja nokkra daga til ađ kynna sér starfsemi einstakra fyrirtćkja og stofanna ásamt ţví leggja fram sinn skref í vinnuframlagi til ţess sem ţeir voru hjá. Nemendur fengu međ ţessu tćkifćri til ađ takast á viđ og lćra af eigin raun ţađ sem fyrirtćkiđ sérhćfđi sig í.  Nokkrir nemendur ákváđu ađ nýta starfskynningardagana til ađ kynna sér starf skólaliđa skólans. Ţeir unnu viđ skúringar, frímínútnagćslu ofl. Hér má sjá myndir af ţeim ađ störfum.

11.maí
Frábćr árangur í skólaţríţraut stúlkna

Grunnskóli Grindavíkur tók fyrir stuttu ţátt í skólaţríţraut FRÍ í drengja og stúlknaflokkum og náđi vćgast sagt frábćrum árangri.  Hvorki fleiri né fćrri en fimm stúlkur úr skólanum náđu ađ komast í úrslitakeppni sem haldin verđur í Laugardalshöll sunnudaginn 20. maí nk.Til ţess ađ komast í úrslit ţurfti hver keppandi ađ ná ţví ađ vera međal 16 efstu í sínum aldursflokki. Drengirnir náđu góđum árangri ţó ţeir náđu ekki ađ tryggja sér sćti í úrslitum ţetta áriđ.  Til marks um ţetta afrek má nefna ađ ađeins tveir skólar eru međ fleiri keppendur í úrslitum. Samtals keppa um 64 einstaklingar á nćstkomandi sunnudag.  Til hamingju međ árangurinn og gangi ykkur vel.  Hér má fylgjast međ keppninni á vef FRÍ. Smelliđ hér.
Eftirfarandi stúlkur keppa í úrslitakeppninni:

Andrea Björt Ólafsdóttir
Hulda Sif Steingrímsdóttir
Julia Lane Figueroa Sicat
Kristín Lára Björnsdóttir
Sigríđur Björnsdóttir
 
Víđavangshlaup skólans á sumardaginn fyrsta

Sumardagurinn fyrsti. 
Ađ venju verđur víđavangshlaup skólans á ţeim degi. Skráning hefst kl. 10.30 og hlaupiđ kl. 11.00. Keppt verđur í eftirfarandi flokkum: 1.- 4. bekkur, 5. - 7. bekkur og 8. - 10. bekkur.  Drengir hlaupa saman og stúlkur saman. Veittar verđa viđurkenningar ađ hlaupi loknu til ţeirra ţriggja keppenda sem fyrstir verđa í hverjum flokki. Sá bekkur sem verđur međ bestu ţátttökuna í hlaupinu fćr farandbikar til varđveislu í eitt ár.
Foreldrafélagiđ mun bjóđa upp á prins póló ( 50 kr.) og svala ( 50 kr.) í tengslum viđ víđavangshlaupiđ. Jafnframt mun foreldrafélagiđ veita öllum ţeim sem ţátt taka í hlaupinu viđurkenningu fyrir ţátttökuna.

23.mars
Spurningakeppni unglingastigsins
10.P sigurvegari

đasti leikurinn í úrslitakeppninni var viđureign 9.P og 10.P.  Leikurinn var hnífjafn og ćsispennandi allt fram til ađ síđustu spurningunni er stađan var 24-26.  Síđasta spurningin var gáta og 10.P svarađi fyrst en náđi ekki réttu svari.  Viđ ţađ fengu 9.bekkingar tćkifćri til ađ jafna leikinn og um leiđ sigra í keppninni en svariđ ţeirra brást og 10.P fór ţví međ sigur af hólmi 24-26.  Til hamingju međ titilinn 10.P.  sjá nánar

21.mars
Frábćr árangur í stćrđfrćđikeppni Suđurnesja

Grindvískir nemendur náđu mjög góđum árangri í stćrđfrćđikeppni grunnskólanna á Suđurnesjum sem haldin var 27. febrúar síđastliđinn.  Alls tóku 126 nemendur af Suđurnesjum ţátt í keppninni. 
Ţegar úrslitin voru tilkynnt kom í ljós ađ Grunnskóli Grindavíkur án efa sigurvegari keppninnar ţví nemendur skólans hirtu hvorki meira né minna 2 verđlaun af  9 sem í bođi voru og enginn annar skóli var međ jafnmarga nemendur í efstu flokkunum. Ţess má geta ađ Hjalti Magnússon í 9.E og Steinar Agnarsson 8.Ć sigruđu í sínum aldursflokki, Aron Freyr Jóhannsson í 10.KM endađi í 2. sćti í sínum aldursflokki og Sverrir Karl Björnsson 9.P endađi í 3. sćti.
Skólinn sendi 17 nemendur í keppnina og árangurinn var eftirfarandi:
8. bekkur: 5 nemendur fóru í keppnina.  1 nemendur lenti í 1. sćti,  2 lentu í 11.-29. sćti og tveir í 32.-42. sćti
9. bekkur: 6 nemendur fóru í keppnina. 4 nemendur lentu í 1.-10. sćti, 2 lentu í 11.-20.sćti.
10. bekkur: 6 nemendur fóru í keppnina.  4 nemendur lentu í 1.-12. sćti,  einn lenti í 13.-27. sćti og 1 í 28.-38. sćti

Viđ getum veriđ stolt af ţessum frábćra árangri og sýnir okkur ađ Grunnskóli Grindavíkur er svo sannarlega á réttri leiđ í ţessum efnum eins og svo mörgum öđrum. 
Nemendur til hamingju međ frábćran árangur!!!

20.mars
„Gaman saman“

Ţetta er yfirskrift á viđfangsefni sem kennarar á yngsta stigi vinna saman ađ ţessa dagana. Markmiđiđ međ ţví er ađ beina sjónum okkar allra í
skólasamfélaginu ( nemenda, starfsfólks og foreldra ) ađ jákvćđum og uppbyggilegum samskiptum barna á stiginu, veita ţeim nemendum sem fara eftir ţeim samskiptareglum sem viđ viljum sjá viđhafar á göngum, í matsal,í
frímínútum og í skólastofum athygli. Myndir af ţessum nemendum eru hengdar upp á tveimur stöđum í skólanum undir yfirskriftinni GAMAN SAMAN !
Ţađ gleymist oft í umfangi erfiđra agamála ađ lang-stćrstur hluti nemenda á í jákvćđum og uppbyggilegum samskiptum viđ sína skólafélaga.
Ađ beina sjónum ađ ţví sem vel/rétt er gert getur veriđ liđur í ţví ađ ađstođa ţá sem geta gert betur, ţví ţađ er aldrei svo ađ sá sem gerir mistök hafi ekki gert neitt rétt eđa vel. 
Sem uppalendur ţurfum viđ alltaf ađ hafa ţetta ađ leiđarljósi og t.d. ađ loknum skóladegi ađ byrja ađ spyrja börnin hvađ ţađ var sem gekk vel, í hverju fannst ţeim ţau standa sig best og svo framvegis.  

22.mars
Stóra-Upplestrarkeppnin
úrslitakeppni 22.mars 2007

Lokahátíđ Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Gerđaskóla fimmtudaginn 22. mars.  Í ţetta sinn var Grunnskóli Grindavíkur međ lokahátíđ međ Gerđaskóla og Stóru – Vogaskóla en ekki er lengur leyfilegt ađ ađeins einn skóli standi ađ lokahátíđ.  Lokahátíđ nćsta skólaárs verđur haldin hér í skólanum.
Lesarar á lokahátíđinni voru 12, 4 frá hverjum skóla. Fulltrúar frá okkar skóla voru Telma Sif Reynisdóttir, Alexandra Marý Hauksdóttir, Kjartan Helgi Steinţórsson og Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir og stóđu ţau sig öll frábćrlega og getum viđ veriđ virkilega stolt af okkar fólki.  Gunnar Ţorsteinsson lék Habanera á gítar í hléi. Í dómnefnd var einn úr hverjum skóla og síđan tveir dómarar frá Röddum, samtökum um vandađan upplestur. 
meira

13.mars
Hjálparhendur í Grindavík
Verkefni sem eykur jákvćđa og umhyggjusama hegđun hjá börnum. 

Skólarnir í Grindavík hafa ákveđiđ ađ taka ţátt í verkefninu Hjálparhendur fyrir elstu árgangana í leikskólanum og í 1.-3. bekk í grunnskólanum. Verkefninu er stjórnađ af Upledger stofnuninni sem var stofnuđ áriđ 1986 af Dr. John E. Upledger sem er einn af frumkvöđlum höfuđbeina- og spjaldhryggjarmeđferđarinnar. Útibú var stofnađ á Íslandi áriđ 2004 og býđur ţađ upp á verkefniđ Hjálparhendur í skólum og leikskólum um land allt. Grindavík er fyrsta bćjarfélagiđ sem ákveđur ađ vinna verkefniđ heildrćnt, ţ.e. ađ samrćma vinnuađferđir á skólastigunum tveimur og eru vonir bundnar viđ ađ jákvćđ hegđun aukist til muna í kjölfariđ.meira

2.mars
Heimsókn frá starfsfólki Grunnskólans í Ţorlákshöfn

Föstudaginn 2.mars síđastliđinn fengum viđ í heimsókn starfsfólks Grunnskólans í Ţorlákshöfn.  Tilgangur ferđar ţeirra var ađ fá innsýn inn í skólastarfiđ og kynna sér ýmsar nýjungar sem skólinn hefur veriđ ađ vinna ađ, sbr. Uppbyggingarstefnuna og kennsluhćtti sem hafa veriđ innleiddir í skólastarfiđ.  Gunnlaugur tók á móti gestunum og ađ loknum veitingum og almennri tölu um starfsemina fengu kennarar ađ lítast um í kennslustofum og sjá nemendur viđ vinnu.  Ađ ţví loknum kynnti María Eir fyrir ţeim hugmyndafrćđi, markmiđ og áhrif uppbyggingarstefnunnar á nám og samskipti innan skólans. Sjá myndir frá heimsókninni á myndasíđu skólans.

28.febrúar
Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Miđvikudaginn 28.febrúar var undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar haldin á Sal skólans.  Ađ ţessu sinni verđur Grunnskóli Grindavíkur međ Gerđaskóla og Stóru-Vogaskóla á lokahátíđ og verđur hún haldin í Gerđaskóla fimmtudaginn 22.mars og sendum viđ ţangađ fjóra fulltrúa.  Ţetta er í sjöunda skipti sem skólinn hér tekur ţátt í ţessari keppni en viđ hófum ţátttöku áriđ 2000.  Ţessir lesarar tóku ţátt í undankeppninni ađ ţessu sinni:  Alexandra Marý Hauksdóttir, Gunnar Ţorsteinsson, Herta Pálmadóttir, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir og Sunneva Jóhannsdóttir úr 7.F.  Hafţór Waldorff, Júlía Helga Jakobsdóttir, Lára Björk Ingibergsdóttir og Telma Sif Reynisdóttir úr 7.G. Frosti Grétarsson, Hilmar Örn Benediktsson, Kjartan Helgi Steinţórsson, Ríkharđur Ţór Guđfinnsson og Ţyri Magnúsdóttir úr 7.P.

Allir ţessir nemendur stóđu sig međ stakri prýđi en ţeir sem stóđu sig best og verđa fulltrúar skólans eru: Alexandra Marý, Ingibjörg Yrsa, Kjartan Helgi og Thelma Sif.

23.febrúar
Stakkavík fćrir skólanum veđurstöđ ađ gjöf

Föstudaginn 23. febrúar fćrđi útgerđarfélagiđ Stakkavík skólanum veđurstöđ ađ gjöf.  Skólinn hefur á núverandi skólaári tekiđ ţátt í Evrópsku samstarfsverkefni, Comenius, međ skólum frá Noregi, Bretlandi, Ítalíu og Ţýskalandi.  Samstarfsverkefniđ ber heitiđ „Maths for fun“ eđa „Stćrđfrćđi fyrir alla“ og meginmarkmiđ skólans ađ vinna međ stćrđfrćđi úr umhverfinu.  Einn liđur ţess er ađ nemendur vinni međ veđurfar, tölulegar rannsóknir og greiningar.  Ţess vegna er ţađ kćrkomiđ ađ forsvarsmenn Stakkavíkur hafi sýnt ţessu máli svo góđan skilning međ ţessari rausnarlegu gjöf.  Gunnlaugur Dan skólastjóri veitti gjöfinni viđtöku og ţakkađi ţann góđa stuđning sem fyrirtćkiđ sýndi í verki. 

21.febrúar
Öskudagur í skólanum

Miđvikudaginn 21. febrúar síđastliđinn var öskudagur haldinn međ sérstöku sniđi hér í skólanum.  Nemendur á eldri stigum komu klćddir í búningum af öllum stćrđum, gerđum og litum.  Ţeir sem yngri voru, mćttu í náttfötum.  Var haldiđ náttfataball fyrir yngsta stigiđ. Miđstigiđ skemmti međ dansi á sal skólans.
Margir kennarar skólans létu ekki sitt eftir liggja (sérstaklega kennarar yngri nemenda)  og voru skrautlega klćddir.  Annars tala myndirnar sínu máli.

4. febrúar
Er Veraldarvefurinn völundarhús?
Ráđstefna á Alţjóđlega netöryggisdaginn
 

Tími: Ţriđjudaginn 6. febrúar kl. 15:00 – 17:25
Stađur:  Íslensk erfđagreining, Sturlugötu 8, Reykjavík

SAFT, Síminn, Microsoft, SMÁÍS og Samtónn bođa til ráđstefnu um skynsama notkun og örugg samskipti á Netinu á Alţjóđlega netöryggisdaginn ţann 6. febrúar nk.

Siđferđi og Netiđ eru ć oftar nefnd í sömu andrá enda Netiđ síbreytilegur vettvangur sem viđ erum stöđugt ađ venjast og lćra samfara auknum tengingum viđ ađra miđla. Rćtt um ađ ţeir umgengnishćttir sem viđ höfum komiđ okkur saman um í hinu áţreifanlega umhverfi hafi ekki fćrst yfir á vettvang Netsins. Einnig er rćtt um ađ netnotkun einstaklinga í skóla eđa vinnu sé önnur en sú sem fer fram heima. Mikiđ vanti ţví á ađ viđ séum međvituđ um eđli Netsins og jákvćđa jafnt sem neikvćđa eiginleika ţess. Ţessi atriđi verđa međal annars til umrćđu á ráđstefnunni sem ćtluđ er öllum sem áhuga hafa á ţessum málum. Sérstaklega höfđar hún til skólastjórnenda, kennara og kennaranema, foreldra, fjölmiđlafólks, höfundarétthafa og útgefenda, netţjónustuađila og fulltrúa stjórnvalda og starfsfólks ţeirra stofnana sem hafa međ reglur um notkun upplýsingatćkninnar ađ gera sjá nánar á vef SAFT.IS

27.febrúar
Stćrđfrćđikeppni grunnskólanna

Ţá fer ađ líđa ađ árlegu stćrđfrćđikeppni grunnskólanna.  Keppnin verđur haldin í Fjölbrautaskóla Suđurnesja ţriđjudaginn 27. febrúar kl 16:00 og verđur hún međ sama fyrirkomulagi og venjulega. Keppnin er fyrir 8., 9. og 10. bekk.

26. janúar
Indíánadagur í 1. bekk

Föstudaginn 26. janúar var indíánadagur í 1. bekkjum skólans í tengslum viđ bókstafinn I.
Nemendur bjuggu til indíánahatta og hálsfestar og fengu stríđsmálningu í andlitiđ. Öllum hópnum var blandađ saman og ţeim síđan skipt niđur í ţrjá ćttbálka, Sioux, Apalache og Navajo. Ćttbálkarnir fóru á milli ţriggja stöđva ţar sem ţeir dönsuđu regndans, léku sér í indíánaleik og fóru í göngutúr um skólann.
Indíánadagurinn tókst frábćrlega í alla stađi og var ţetta góđur endir á góđri viku í 1. bekk. Fleiri myndir eru á myndasíđunni.

8.janúar
Fyrirlestur um átröskun

Ţriđjudaginn 9. janúar kl. 20.00 mun Spegillinn, félag ađstandenda átröskunarsjúklinga bjóđa foreldrum upp á forvarnafyrirlestur í stofu 202 í  Grunnskóla Grindavíkur. Fyrirlesarar eru Margrét Gísladóttir geđhjúkrunarfrćđingur og Kolbrún Marelsdóttir foreldri og varaformađur Spegilsins.  Ţetta er athyglisverđur fyrirlestur og eru foreldrar hvattir til ađ mćta!

19.des
Spurningakeppni á unglingastiginu - undankeppnin

Undankeppni spurningakeppni skólans var haldin síđasta skóladaginn fyrir jólafrí unglingadeildarinnar ţriđjudaginn 19. desember. Ţrjú eftirfarandi liđ keppa til úrslita eftir áramót.  Ţau eru 10.KM, 9.P og 10.P. Spyrill í keppninni var Pálmi Ingólfsson og stigavörđur var Ćgir Viktorsson. Keppninni verđur haldiđ áfram á nýju ári.
Úrslitin urđu eftirfarandi:

10.KM - 9.E =19 -11
9.P- 8.Ć = 23 -12
10.P - 8.V = 12 - 11

13. og 15.des
Unglingadeild syngur á leikskólunum og Víđihlíđ

Ţann 13.desember brugđu nemendur 9. bekkja undir sig betri fćtinum á leikskólann Krók.  Tilgangur ferđarinnar var ađ syngja nokkur jólalög, njóta stundar međ ţeim og létta lund ţeirra sem ţar voru. Fyrst dönsuđu ţeir í kringum jólatréđ, leiddu krakkana og sungu međ ţeim nokkur skemmtileg jólalög. meira

Föstudaginn á eftir, 15. des.  Gengu 10. bekkingar í Víđihlíđ ađ heimsćkja eldri borgara og njóta góđrar stundar međ ţeim.  Ţar sungu nemendur fyrir ţá eldri og ţáđu síđan djús og piparkökur ađ söngnum loknum.  Hér má sjá myndir frá Víđihlíđ.  Smelltu á ţćr til ađ stćkka.

18.des
Fyrirlestur um einelti

Mánudaginn 18. desember var á unglingastiginu, fjallađ um einelti og áhrif ţess á einstaklinginn.  Af ţví tilefni var gamall nemandi skólans fenginn til ađ halda fyrirlestur um máliđ og sagđi hann frá sinni reynslu af málefninu.  Ađ fyrirlestrinum loknum fengu nemendur tćkifćri til ađ spyrja ţennan einstakling um hans reynslu og fleira sem málinu kom viđ.  Ţađ ţarf mikiđ hugrekki til ađ stíga fram fyrir skjöldu og viđurkenna einelti, hvort sem ţađ er ţolandi eđa gerandi. meira

1.des
Brunavarnaćfing haldin í skólanum

Ţann 1. desember var brunavarnaćfing haldin í skólanum.  Nemendur og starfsfólk skólans ásamt slökkviliđi og lögreglu tók ţátt í ţessari ćfingu ţar sem samhćfđ var rýmingar- og björgunaráćtlun sem miđast viđ hvađ skuli gera er elds verđi vart innan skólans.  Nokkrir nemendur voru fengnir til ađ leika ţađ hlutverk ađ "týnast", vera slasađir eđa ţurfa björgunar viđ.  Reykkafarar ţurftur síđan ađ leita ađ ţeim sem týndir voru.  Rýming á skólahúsnćđinu gekk vel og slökkviliđ bćjarins sýndi góđ viđbrögđ. Myndir frá ćfingunni er ađ finna á myndasíđu skólans.

20.nóv
Leikhúsferđ unglingastigsins

Föstudaginn 17. nóvember skelltu nemendur og kennarar unglingastigsins sér í Borgarleikhúsiđ ađ sjá gamanleikinn Mein Kampf.  Nemendur fengu sérstaklega góđar móttökur viđ komuna í leikhúsiđ ţví ţeim var bođiđ í skođunarferđ um húsnćđiđ til ađ kynnast starfseminni.  Ađ ţví loknu tylltu menn sér niđur og horfđu á leikritiđ Mein Kampf međ Berg Ingólfsson í ađalhlutverki. meira...

14.-16.nóv
Dagar íslenskrar tungu haldinn í skólanum

Dagur íslenskrar tungu er haldinn ţann 16. nóvember hvert ár og á ţeim degi taka nemendur sér fyrir hendur ýmislegt sem auđgađ getur okkar mál.  Ađ ţessu sinni var ákveđiđ ađ nemendur skyldu velja sér umfjöllunarefni tengdu íslenska málinu.  Fengu ţeir nokkuđ frjálsar hendur til ţess og voru hvattir til ađ vera frumlegir í sínum verkum.  Einn dagur var tekinn frá í skólastarfinu til ađ finna sér efni til ađ vinna međ (sem ađ vísu var viku frá fćđingardegi Jónasar Hallgrímssonar).  Síđan var samkeppni innan hvers bekkjar um ţađ hverjir skyldu taka ţátt í lokasýningu fyrir unglingastigiđ daginn eftir.  meira

27. okt
Stíll 2006 Hönnunarkeppni Ţrumunnar og skólans

Hin árlega undankeppni Stíls, hönnunar- förđunar- og hárgreiđslukeppni SAMFÉS fyrir 8. – 10. bekk fór fram á Sal Grunnskóla Grindavíkur föstudaginn 27. október og ţema keppninnar var Móđir jörđ.
Sex liđ tóku ţátt og hófst einnar stundar undirbúningur á keppnisdegi kl.12:00 á palli unglingadeildar. Ţar gengu dómarar á milli keppenda, skođuđu vinnubćkur og frćddust um undirbúningstímabiliđ og vinnuferliđ. Mjög strangar kröfur voru gerđar til ţess ađ einungis keppendur kćmu einir ađ hönnun og allri vinnu á verkefnunum .
Keppnin í ár var hin glćsilegasta í alla stađi og auđséđ ađ liđin höfđu lagt mikla vinnu í verkefnin og voru áhorfendur fjölmargir eins og endranćr.  Ađ ţessu sinni stóđu Moldvörpurnar uppi sem sigurvegarar, en liđiđ skipuđu Helga Dís 10. P, Rakel Eva 9.E, Sóldís 10. P og Stefanía 10.P sem var módel hópsins. Vinningsliđiđ tekur ţátt í keppni SAMFÉS í Kópavogi 18. nóvember 2006.   Myndir frá keppninni eru á myndasíđu skólans

20. október
Heimsókn Forseta Íslands í skólann ásamt Roman Abramovich

Ţann 20.október síđastliđinn varđ skólinn ţess heiđurs ađnjótandi ađ forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson heimsótti skólann ásamt föruneyti. Ţessi óvćnta heimsókn varđ mikiđ gleđiefni fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Forsetinn kynnti sér skólastarfiđ og heilsađi upp á nemendur í kennslustund og barnakór söng  Međal gesta Forsetans í ferđinni var Roman Abramovich ríkisstjóri Chukotka og eigandi enska knattspyrnuliđsins Chelsea. Myndir frá heimsókninni eru á myndasíđu skólans.

28. september
Forvarnadagurinn í 9. bekk

 

Forvarnardagurinn 28. september 2006 beindist sérstaklega ađ 9. bekkjar nemendum í öllum grunnskólum landsins, fólst verkefniđ hér í Grindavík í frćđslu, verkefnavinnu međ fulltrúum ungmennafélagsins og útiveru međ unglingadeildinni Hafbjörgu en foreldrafélagiđ sá sér ekki fćrt ađ taka ţátt í deginum ađ ţessu sinni.
Átakiđ var samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga, Íţrótta- og Ólimpíusambands Íslands, Ungmennafélags Íslands, Bandalags íslenskra skáta, Reykjavíkurborgar, Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og forseta Íslands.
Byggir átakiđ á niđurstöđum rannsókna frćđimanna viđ HÍ og HR. Eins studdi lyfjafyrirtćkiđ Actavís verkefniđ í samrćmi viđ stefnu ţess ađ stuđla ađ heilbrigđum og hollum lífsháttum.

21. september
Yngstu nemendurnir í leik og starfi

Nú hefur skólastarfiđ stađiđ yfir í u.ţ.b. mánuđ og nemendur brett upp ermarnar í náminu og sökkt sér í lćrdóminn. Enda er fjölbreytt og skemmtileg vinna sem ţeir inna af hendi ţessa dagana sem og ćtíđ. 
1. bekkingar hafa veriđ til ađ mynda í umferđarţema, 2. bekkur ađ fjalla um árstíđirnar og ađ vinna međ biblíuna ásamt fleiru.  Hér gefur ađ líta myndir frá ţessum áhugasömu nemendum viđ störf og leik. Eins og sjá má skín ánćgjan  úr andlitum ţeirra.

21. september
Umferđarvika hjá 1. bekk

Undanfarna daga hafa nemendur í 1. bekk veriđ lćra um umferđina s.s. reglur og hćttur sem ađ ţeim steđja í umhverfinu.  Ţau hafa kynnt sér leiđina í skólann frá heimilinu, gert umferđarljós,  fariđ í umferđarreglurnar og margt fleira.  Ađ ţessu loknu fengu ţau lögregluna í heimsókn til ađ spjalla viđ ţau um umferđarreglurnar og ţćr hćttur sem á vegi ţeirra geta orđiđ.  Ţađ er aldrei of varlega fariđ,   sérstaklega ţegar skyggja tekur og gangandi vegfarendur eru ekki eins sýnilegir og í björtu.

21.september
Bekkjamyndatökur fyrir vefsíđu skólans

Nćstu vikur verđa teknar bekkjarmyndir af nemendum til ađ setja á vefsíđu skólans.  Ţessar myndir verđa einnig vistađar međ stóru sniđi svo ađ hćgt verđi fyrir ţá sem vilja ađ prenta ţćr út í lit af vefsíđunni. Á morgun föstudaginn 22. sept. verđa teknar myndir af nemendum 1.-4. bekkja.  Nćstkomandi föstudag ţann 29. sept. verđa 5.-7. bekkir í myndatökum og ađ síđustu ţann 6. október verđa myndatökur fyrir 8.-10. bekkinga. Fleiri myndir eru á myndasíđu skólans

20. september
Lundapysja í heimsókn

Líf og fjör hefur veriđ í 1.bekk undanfariđ og börnin veriđ dugleg ađ ađlagast nýju umhverfi.  Í vikunni fékk 1.H lundapysju í heimsókn alla leiđ frá Vestmannaeyjum og vakti ţađ mikla lukku. Fleiri myndir eru á myndasíđu skólans

20. september
Ratleikur á unglingastiginu

Miđvikudaginn 20. september síđastliđinn ákváđu kennarar á unglingastiginu ađ nýta sér góđa veđriđ sem heilsađi okkur ađ morgni til ađ virkja nemendur í skemmtilegan ratleik um byggđina hér í kring. Nemendum á unglingastiginu var blandađ milli árganga og myndađir um 12 manna hópar sem áttu ađ leysa ţrautir á tíma međ ţví ađ svara verkefnum á hverri stöđ  Ađ ţví loknu ţurftu ţau ađ finna út úr orđarugli í lestexta hvar nćstu stöđ vćri ađ finna.  Alls voru ţetta 7 stöđvar á víđ og dreif um svćđiđ. Til ađ ýta undir samvinnu og samheldni ţurfti hópurinn ađ halda í band allan tímann sem ratleikurinn tók.  Ef einhver sleppti bandinu var bćtt 5 mínútum í hvert skipti viđ ţann tíma sem tók ađ ljúka leiknum. Fleiri myndir eru á myndasíđu skólans

1. september
Leikjadagur yngstu nemendanna

Föstudaginn 1. sept. örkuđu nemendur og kennarar á yngsta stiginu út á rollutún, austan viđ tjaldstćđiđ, til ţess ađ fara saman í leiki.  Ţeir hittu svo sannarlega á rétta daginn til ađ halda leikjadaginn ţar sem sól skein í heiđi og hlýtt var í veđri.  Kennarar höfđu skipulagt daginn međ ţađ fyrir augum ađ nemendur gćtu prófađ sem flesta leiki sem í bođi var.  Ţeir skiptu svćđinu í leikjastöđvar ţar sem margar krefjandi ţrautirnar voru til ađ sigrast á.  Skemmtu allir sér konunglega og nutu sigranna sinna (hvort sem voru stórir eđa smáir) ţví markmiđiđ var ađ nemendur gerđu sitt besta og kepptu viđ sjálfa sig. Velheppnađur dagur sem mun eflaust lifa í minningu margra ţennan skólaveturinn.

18. september
Árstíđirnar í 2. bekk

Krakkarnir í 2. bekk hafa undanfarna daga veriđ ađ lćra um árstíđirnar, ţau skođuđu međal annars hvernig trén breytast eftir árstíđum og eins veđriđ.  Í framhaldinu voru gerđ veggspjöld ţar sem hver árstíđ og einkenni hennar komu fram.  Ţau skođuđ líka í hvađa mánuđi ţau ćttu afmćli og ţá í hvađa árstíđ sá mánuđur var.  Nú ćttu allir ađ vera margs vísari um árstíđirnar. Fleiri myndir eru á myndasíđu skólans

Stuttar fréttir úr skólalífinu 2009-10
Stuttar fréttir úr skólalífinu 2008-09
Stuttar fréttir úr skólalífinu 2007-08

Stuttar fréttir úr skólalífinu 2006-07
Stuttar fréttir úr skólalífinu 2005-06
Stuttar fréttir úr skólalífinu 2004-05


 

   
         
         
         
   
Grunnskóli Grindavíkur Ásabraut 2 S: 420-1150 skolinn@grindavik.is